Hátíðar- og inntökufundur KFUM og KFUK var 11. febrúar.

Síðastliðið ár hafa 28 nýir félagar bæst í hópinn og voru 15 þeirra viðstaddir hátíðlega athöfn. Sólveig Reynisdóttir formaður KFUM og KFUK á Íslandi og Stefán Jónsson varaformaður KFUM og KFUK á Íslandi buðu nýja félaga velkomna með hefðbundnum hætti.

Veislumatur og fjölbreytt hátíðleg dagskrá var í umsjón stjórnar félagsins.

Á árum áður var einungis hægt að ganga í félagið einu sinni á ári á þar til gerðum inntökufundum. Þó svo að nú geti nýjir félagar skráð sig allt árið um kring þá höldum við í þann góða sið að efna til veislufundar til þess að bjóða nýja félaga velkomna.

Við viljum þakka öllum þeim er mættu á Hátíðar- og inntökufundinn fyrir ánægjulega samveru.