Hér eru upplýsingar um nokkra viðburði sem eru framundan í Vatnaskógi 2020

 

FEÐGINAFLOKKUR 24. til 26. apríl.

Fyrir feður og dætur 6 ára og eldri
Í feðginaflokki fer fram skemmtileg dagskrá fyrir feður og dætur, og áhersla lögð á góðar samverustundir í Vatnaskógi bæði innandyra og úti.
Gönguferðir, föndrað, sungið, skemmt sér á bátum, í íþróttahúsinu , á kvöldvökum, á fræðslu-og samverustundum og ótalmargt fleira.
Verð í feðginaflokk er kr. 15.900 fyrir einstakling.
Skráning opnar 3. mars á sjá https://www.sumarfjor.is/
Allar nánari upplýsingar um flokkinn veitir starfsfólk á Skrifstofu KFUM og KFUK í síma 588-8899 eða í netfangið skrifstofa@kfum.is.

Velkomin í feðginaflokk!

MÆÐRAFLOKKUR 22. til 24. maí. 

Fyrir mæður og börn.

Helgardvöl í Vatnaskógi þar sem mæður og börn fá að njóta þess að vera saman í Vatnaskógi.

Í flokknum er boðið upp á afslappaða og uppbyggilega dagskrá.

Starfsmenn Vatnaskógar hugsa vel um þátttakendur, bæði í fæði og dagskrá og kapp er lagt á að allir skemmti sér vel.

Dagskráin hefst á kvöldverði kl. 19:00 á föstudeginum.

Verð er kr. 11.500 kr. á mann.

Skráning opnar 3. mars á sjá https://www.sumarfjor.is/

Allar nánari upplýsingar um flokkinn veitir starfsfólk á Skrifstofu KFUM og KFUK í síma 588-8899 eða í netfangið skrifstofa@kfum.is.

 

SÆLUDAGAR FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA 30. júlí til 3. ágúst.  

Um verslunarmannahelgina 30. júlí til 3. ágúst verður fjölskylduhátíðin Sæludagar í Vatnaskógi.

Skógarmenn KFUM ásamt KFUM og KFUK á Íslandi standa fyrir vímulausri fjölskylduhátíð um verslunarmannahelgina undir heitinu Sæludagar í Vatnaskógi.
Dagskrá hátíðarinnar er í anda sumarbúðastarfs KFUM og KFUK og á að höfða til flestra aldurshópa.
Hátíðin er öllum opin.

FEÐGAFLOKKAR 14. til 16. ágúst og 28. til 30. ágúst

Fyrir feður og syni 6 ára og eldri.

Í lok sumarstarfs bjóða Skógarmenn upp á Feðgaflokk í Vatnaskógi. Flokkurinn er fyrir feður og syni 6 ára og eldri.
Í feðgaflokki fer fram skemmtileg dagskrá fyrir feður og syni, og áhersla lögð á góðar samverustundir í Vatnaskógi bæði innandyra og úti.
Spennandi dagskrá verður í boði, íþróttir, bátar, gönguferðir og ýmsir leikir. Kvöldvökur að hætti Skógarmanna verða á sínum stað. Strákatími með foringjum í íþróttahúsi og spennandi fræðsla fyrir feður, frábært fyrir pabba og strákinn hans að fara saman í Vatnaskóg upplifa þann einstæða töframátt sem þar er.!
Verð í feðgaflokk er kr. 15.900 fyrir einstakling
Skráning opnar 3. mars á sjá https://www.sumarfjor.is/
Allar nánari upplýsingar um flokkinn veitir starfsfólk á Skrifstofu KFUM og KFUK í síma 588-8899 eða senda á netfangið skrifstofa@kfum.is.
Velkomnir í feðgaflokk!

KARLAFLOKKUR 4. til 6. september

Fyrir karla 18 ára og eldri.

Helgina 4. – 6. sept. verður karlaflokkur í Vatnaskógi, ætlaður karlmönnum á aldrinum 17-99  ára.
Tilgangur helgarinnar er að styrkja líkama, sál og anda.  Líkaminn er styrktur með þátttöku í íþróttum, gönguferðum og vinnu fyrir Vatnaskóg.  Andinn og sálin eru styrkt með erindum, biblíufræðslu, bænastundum, kvöldvöku og guðsþjónustu.
Verð í karlaflokk er kr. 13.800 fyrir einstakling
Skráning opnar 3. mars á sjá https://www.sumarfjor.is/
Allar nánari upplýsingar um flokkinn veitir starfsfólk á Skrifstofu KFUM og KFUK í síma 588-8899 eða senda á netfangið skrifstofa@kfum.is.
Velkomnir í Karlaflokk