Kristilega skólahreyfingin, KSS, KSF og KFUM og KFUK hafa nýlega lokið við að gera með sér samkomulag til að formgera áratugalangt samstarf félaganna. Samkomulagið felur m.a. í sér að:
- KFUM og KFUK mun styðja við starf skólahreyfingarinnar á fjölþættan hátt líkt og verið hefur og horfa til starfsins sem hluta af sínu ungmennastarfi.
- KSF, KSS og KSH innleiðir siðareglur Æskulýðssvettvangsins og mun leitast áfram við að starfa í takti við áherslur og stefnur KFUM og KFUK.
- Framkvæmdastjóri KSH mun hafa starfsaðstöðu hjá KFUM og KFUK og verða hluti af starfsmannateyminu á Holtavegi 28.
KSS er með starf fyrir ungmenni á framhaldsskólaaldri, 15-20 ára, og heldur fundi sína í húsi KFUM og KFUK á Holtavegi á laugardagskvöldum. KSF hefur einbeitt sér að starfi meðal háskólanema.
Mynd með frétt: Nefnd skipuð fulltrúum beggja aðila vann að samkomulaginu. F.h. Tómas Torfason, framkvæmdastjóri KFUM og KFUK, Rakel Brynjólfsdóttir, stjórnarkona í KSH, Sólveig Reynisdóttir, formaður KFUM og KFUK, Benjamín Ragnar Sveinbjörnsson, formaður KSH, Halldór Elías Guðmundsson, starfsmaður KFUM og KFUK og Gísli Jónsson, stjórnarmaður í KSH.