Hinn árlegi hátíðar- og inntökufundur KFUM og KFUK verður þriðjudaginn 11. febrúar í félagsheimili okkar að Holtavegi 28 og hefst kl. 19:00.

Boðið verður upp á veislumat og hátíðlega dagskrá og munu nýir félagar verða boðnir velkomnir við hátíðlega athöfn.

Hákon Arnar Jónsson og Perla magnúsdóttir annast veislustjórn og Pétur Ragnhildarson verður með hugvekju. Upphafsorð verða í höndum Sr. Karenar Lindar Ólafsdóttur og við píanóið verður Guðmundur Karl Einarsson. Einnig mun dúettinn Ég og Hún stíga á svið.

Skráning fer fram á netinu https://sumarfjor.is/Event.aspx?id=11 eða á skrifstofu félagsins. Verð á hátíðar- og inntökufundinn er 5.900 kr.

Á árum áður gengu félagar í Aðaldeild KFUM og KFUK á þar til gerðum inntökufundum. Ekki var hægt að ganga í félagið neinn annan dag. Nú eru nýir félagar skráðir allt árið um kring. Við höldum þó í þann góða sið að efna til veilsufundar til þess að bjóða nýja félaga velkomna.