Leiðtogaþjálfun KFUM og KFUK heldur áfram og verða næstu námskeið 24. – 26. janúar í Vatnaskógi.

Leiðtogaþjálfunin samanstendur af fjórum helgarnámskeiðum og er að þessu sinni boðið upp á námskeið IV og II.  Markmið með leiðtogaþjálfun KFUM og KFUK erða efla þátttakendur sem leiðtoga í starfi með börnum og unglingum auk þess að efla sjálfsmynd þeirra og gera þá sterkari sem leiðtoga í eigin lífi.  Þjálfunin er hugsuð fyrir alla þá sem hafa áhuga á að starfa sem leiðtogar í æskulýðsstarfi KFUM og KFUK, bæði í sumar- og vetrarstarfi félagsins.

Nánari upplýsingar veitir Hjördís Rós verkefnastjóri leiðtogaþjálfunarinnar á hjordis@kfum.is.

Skráning fer fram á skráningarsíðu KFUM og KFUK, www.sumarfjor.is, undir flokknum Vetrarstarf KFUM og KFUK.

Síðasti skráningardagur er mánudagurinn 20. janúar.