Komið þið sæl kæru vinir Vatnaskógar. Gleðilegt nýtt ár. Á laugardaginn þann 11. jan. verður boðið uppá vinnuflokk í Vatnaskógi.

Verkefni dagsins eru:

  • Aðstoð vegna framkvæmda í elsta hluta Birkiskála þar sem verið er að endurnýja salernin, málningar og smíðavinna.
  • Þrif og þurrkun  á hoppuköstölum  í íþróttahúsi
  • Nokkur fleiri tilfallandi verkefni.

Nú er vetur í Vatnaskógi talsverður snjór en færðin er fín og greiðfært fyrir þokkalega vel búna bíla.

Að sjálfsögðu matur og kaffi í boði.

Þau sem eru áhugasöm hafið samband við undirritaðan.

 

með bestu kveðju, Ársæll

 

 

SKÓGARMENN KFUM  – VATNASKÓGI

Ársæll Aðalbergsson

Framkvæmdastjóri

Holtavegi 28,

104 Reykjavík

  1. 588-8899

arsaell@kfum.is