Sameiginlegur Aðventufundur AD KFUM og AD KFUK verður fimmtudaginn 5. desember klukkan 20.
Rósa Einarsdóttir verður með orð og bæn.
Karl Jónas Gíslason deilir jólaminningu með okkur.
Ljósbrot, kór KFUK og Karlakór KFUM syngja fyrir okkur nokkur lög.
Sr. Helga Kolbeinsdóttir verður með jólahugvekju.
Basarkonur standa fyrir happdrætti og að lokum verða starfsmenn leikskólans okkar með dásamlegar kaffiveitingar. Fyrir dyrum er námsferð hjá starfsfólki leikskólans og er kaffisalan liður í fjáröflun þeirra, verð fyrir kaffið er kr. 1500.
Tökum okkur tíma á aðventu til að koma saman og næra sál og hjarta.