Um síðastliðnu helgi 15.-17. nóvember var viðburðarík helgi í Vatnaskógi þar sem æskulýðsstarf KFUM og KFUK stóð fyrir viðburðum fyrir yngri deildir og unglingadeildir. Um 300 þátttakendur og leiðtogar tóku þátt í æskulýðsmótum helgarinnar.

Á föstudaginn fóru um 125 börn og 40 leiðtogar og ungleiðtogar í Vatnaskóg, þar fór fram Haustferð yngri deilda í fysta skipti. Þar var mikið brallað og má þá helst nefna brjóstsykurgerð, skógarferð, brennómót, fjálsan tíma, diskópartý og margt annað! Þær Andrea Rut, Guðbjörg Ýr og María Rut leiðtogar í starfi KFUM og KFUK sáu um allt skipulag og utanumhald á mótinu. Það fóru allir heim með bros á vör úr Vatnaskógi á laugardeginum.

Þegar yngri deildirnar voru á heimleið komu um 120 ungmenni í Vatnaskóg ásamt 20 leiðtogum og aðstoðar leiðtogum, þar sem hið árlega Miðnæturíþróttamót fór fram. Það var mikið gert og minna sofið á þessu móti. Nóg var í boði fyrir alla, streetball mót, frisbígolf, brekkuhlaup og hin árlega spurningakeppni svo eitthvað sé nefnt! Þeir Ástráður og Fannar Logi leiðtogar í starfi KFUM og KFUK sáu um allt skipulag og utanumhald á mótinu. Á sunnudeginum var haldið heim á leið og voru ungmennin sæl og þreytt eftir frábært mót og bíða spennt eftir Æskulýðsmótinu Friðrik sem haldið verður 21.- 23. febrúar 2020!

 

 

KFUM og KFUK þakka skipuleggjendum kærlega fyrir þeirra framlag og störf í þágu félagsins! Einnig viljum við þakka þeim frábæru leiðtogum og ungleiðtogum sem mættu og lögðu sitt af mörkum þannig að viðburðirnir báðir gætu átt sér stað og heppnast svona vel.

Framtíð KFUM og KFUK er björt!