Nú fer að koma að síðasta skiladegi fyrir Jól í skókassa.

Síðasti skiladagurinn er laugardagurinn 9. nóvember en þá verður tekið á móti kössum í húsnæði KFUM og KFUK  á Holtavegi 28 frá 11-16. Við hvetjum ykkur til að taka þátt og koma með skókassa hingað á Holtaveginn. Tekið er á móti kössum alla þessa viku frá 9-17. Markmiðið er að ná að senda 5000 kassa til Úkraínu í ár.

Ef ykkur langar til að kynna ykkur verkefnið betur þá eru nánari upplýsingar hér https://www.kfum.is/skokassar/