Nú fer að líða að GLS leiðtogaráðstefnunni.
Ráðstefnan verður 1. – 2. Nóvember í Háskólabíói.
Markmið GLS á Íslandi er að hvetja og byggja upp leiðtoga bæði í kirkjum og fyrirtækjum/stofnunum til þess að veita góða og vandaða forystu með því m.a. að halda GLS ráðstefnur einu sinni á ári hér á Íslandi. Ráðstefnan er ætluð öllum sem vilja efla sig sem leiðtogar óháð því hvort þeir beri slíka ábyrgð í dag. Önnur séreinkenni ráðstefnunnar eru: gæði, kristin gildi, lifandi tónlist, lifandi salur, vinnubækur, hvatning til áframhaldandi eflingar þegar heim er komið.
Nú gefst meðlimum KFUM og KFUK á Íslandi tækifæri til þess að kaupa miða á ráðstefnuna á 14.000 krónur (fullt verð á ráðstefnuna er 24.900 kr.)
Hægt er að kaupa miða hér: https://sumarfjor.is/Slot.aspx?id=1481 en síðasti dagur til að kaupa miða hjá okkur er 15. október.