Kvennakórinn Ljósbrot hefur 3. starfsár sitt með opinni æfingu miðvikudaginn 18. september kl. 17:00. Allar konur eru velkomnar. Stjórnandi kvennakórsins er Keith Reed óperusöngvari og söngkennari. Æfingarnar taka um eina klukkustund. Á æfingum er kennd söngtækni og túlkun en ekki er nauðsynlegt að kunna að lesa nótur. Við hvetjum konur, ungar sem eldri til að taka þátt í kórstarfinu. Þátttaka í kórnum frábær leið til að endurnæra líkama og sál. Við komum þreyttar og stressaðar á æfinguna en förum heim með fullhlaðna rafhlöðu! Til að auðvelda konum sem eru bundnar yfir ungum börnum að taka þátt, ætlum við að bjóða upp á barnapössun. Það eina sem þarf að gera er að láta vita á netfangið thorunnar@gmail.com.