Helgina 6. – 8. sept. verður karlaflokkur í Vatnaskógi, ætlaður karlmönnum á aldrinum 17-99  ára.  Tilgangur helgarinnar er að styrkja líkama, sál og anda.  Líkaminn er styrktur með þátttöku í íþróttum, gönguferðum og vinnu fyrir Vatnaskóg.  Andinn og sálin eru styrkt með erindum, biblíufræðslu, bænastundum, kvöldvöku og guðsþjónustu.

Verð á Heilsudaga karla er kr. 13.100. Hægt er að ganga frá skráningu á kfum.is eða í síma 588-8899.  

Fimmtudagur 5. september
Á staðnum verður skólahópur sem notar hluta af aðstöðunni en áhugasamir eru velkomnir á staðinn til að undirbúa eða hefja vinnu í þágu Vatnaskógar.  Matur og gisting í boði en engin formleg dagskrá. 

Föstudagur 6. september 
15:00 Golfmót „VATNASKÓGUR OPEN“ (fyrir þá sem vilja).   
Leikið verður á Garðavelli á Akranesi*  
Umsjón: Ársæll Aðalbergsson 
19:00 Léttur kvöldverður 
20:00 Ferðaþjónustan á tímamótum – tækifæri og ógnanir 
Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri samtaka ferðaþjónustunnar 
21:30 Frjáls tími 
22:00 Kvöldhressing 
22:30 Guðsorð fyrir svefninn 
Bjarni Gunnarsson, menntaskólakennari 
23:00 Bænastund í kapellu 
23:30 Gengið til náða 
 
Laugardagur 7. september 
08:00 Vakið 
08:20 Morgunteygjur og fánahylling 
08:30 Morgunmatur 
09:00 Biblíufræðsla út frá 1. Kor. 1:   Hneyksli, heimska eða kraftur og speki Guðs? 
Sr. Ólafur Jóhannsson 
10:00 Vinna fyrir Vatnaskóg  
11:00 “Ellefukaffi” 
12:00 Matur 
12:30 Höllun 
13:00 Vinna fyrir Vatnaskóg 
15:30 Kaffi 
16:00 Fótboltaleikur á íþróttavelli, slökun í heitu pottunum, veiði á vatninu ofl. 
19:00 Hátíðarkvöldverður  
20:30 Hátíðarkvöldvaka 
Upphafsorð: Dagur Adam Ólafsson 
Sumarið gert upp:  Umsjón Hreinn Pálsson og Gunnar Hrafn 
Píanóleikur:  Ástráður Sigurðsson flytur eigið tónverk „Tíminn“ 
Hugleiðing:  sr. Kristján Valur Ingólfsson, fyrrv. vígslubiskup 
22:30 Kvöldkaffi 
23:15 Bænastund í kapellu  

Sunnudagur 8. september 
09:00 Vakið 
09:20 Morgunteygjur og fánahylling 
09:30 Morgunmatur 
10:15 Gönguferð til kirkju fyrir þá sem vilja 
11:00 Guðsþjónusta í Hallgrímskirkju í Saurbæ  
Sr. Þráinn Haraldsson, settur sóknarprestur í Garða og Hvalfjarðarprestakalli 
12:15 Matur 
13:00 Heimför 

* Á föstudeginum er í boði golfmót fyrir áhugasama. Leiknar verða 9 holur á Garðavelli á Akranesi.  Tilkynna þarf sérstaklega ef menn hyggjast taka þátt í mótinu hjá: arsaell@kfum.is eða í síma 899-7746. Vallargjald greiðist á staðnum. 

Vinna í þágu Vatnaskógar – dæmi um verkefni:   

 1. Fjarlægja pall við Lerkiskála 
 2. Viðhald á íþróttasvæði (hreinsa gróður af hlaupabraut, lagfæra tréverk, mála mörk) 
 3. Skanna sliedesmyndasafn Vatnaskógar 
 4. Mála glugga íþróttahúss 
 5. Smíða færanlega skjólgirðingu úr gamalli girðingu við Matskála og koma fyrir á Vesturflöt 
 6. Klára að mála sökkul Gamla skála 
 7. Stækka rjóður við Vatnabúðir 
 8. Klippa marg-toppa grenitré 
 9. Höggva eldivið 
 10. Tína rusl 
 11. Hreinsun fyrir aftan Birkiskála (undirbúningur fyrir pall/hellur) 
 12. Fella aspir bak við Matskála/Birkiskála 
 13. Merkja skógarstíga 
 14. Laga við ljósastaura fyrir framan Gamla skála 
 15. Hreinsa þakrennur 
 16. Snyrta gróður í kerjum við Birkiskála 
 17. Smíða nýjar brýr yfir skurð við Oddakotsstíg