Kvennaflokkur í Vindáshlíð verður haldin dagana 30 ágúst til 1. september.

Yfirskrift helgarinnar er ,,Hér andar Guðs blær,,.

Þóra Björg Sigurðardóttir mun segja frá lokaverkefni sínu til Meistaraprófs í guðfræði frá Háskóla Íslands. ,,Vertu trú. Konurnar sem voru kallaðar af Guði til að stofna sumarbúðir í Vindáshlíð,,.

Dagný Dögg Sigurðardóttir verslunarstjóri Nytjamarkaðarins á Selfossi mun tala til okkar.

Bryndís Schram Reed söngkona mun gleðja okkur með fögrum tónum.

Kvöldvakan verður að sínum stað á laugardagskvöldinu og helgistundin á sunnudeginum.

Verð með dagskrá, gistingu og mat er 17.000 kr

Allar konur 18 ára og eldri eru hjartanlega velkomnar og hvattar til að fjölmenna.

Síðasti dagur skráningar í Kvennaflokkinn er sunnudagurinn 25. ágúst