Í gær hófst leikjanámskeið í Grindavík í samstarfi við Grindavíkurkirkju. Það var góð mæting fyrsta daginn þar sem farið var í útileiki, fjöruferð og endað síðan daginn á ísveislu. Mikil spenna er fyrir næstu dögum og margt framundan hjá eins og föndur, sundferð, skógarferð og grill.

Skráning fyrir næstu námskeið fer fram inn á sumarfjor.is og lýkur skráningu fyrir næsta námskeið mánudaginn 10. júní nk. en það hefst á þriðjudaginn 11. júní!

Hlökkum til að sjá sem flesta!