„Vonarlandið“ er yfirskrift fundar AD KFUK þriðjudaginn 11. október. Að þessi sinni er fundurinn tvískiptur. Fyrri hlutinn er ganga að gömlu þvottalaugunum í Laugardalnum og hefst kl 19 við KFUM og K húsið við Holtaveg (ca.12-15 mín. hvora leið). Kristín Steinsdóttir rithöfundur hittir hópinn þar og segir frá sögusviði bókar sinnar „Vonarlandið“. Fyrir þær sem vilja koma akandi er hægt að leggja bíl á bílastæði hjá Skautahöllinni. Síðan er gengið til baka og seinni hlutinn byrjar kl 20 í félagshúsinu. Þar ætlar Kristín að fjalla um bók sína „Vonarlandið“. Hugleiðingu kvöldsins annast sr. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir og ræðir um „vonarland kristinnar trúar“. Svanhvít Hallgrímsdóttir spilar undir söng og Kristín Sverrisdóttir stjórnar. Um veitingar sér Ragnheiður Sverrisdóttir.
Konur eru hvattar til að koma og njóta kvöldsins í góðu samfélagi.