Leiðtogaþjálfun KFUM og KFUK fyrir 15-17 ára byggir á tveimur helgarnámskeiðum á vetri. Á milli námskeiða fá þátttakendur verkefni til á leysa á vettvangi starfsins. Námskeiðin köllum við 24 stundir, því þau vara hvort um sig í rétt rúman sólarhring. Veturinn 2016-2017 verður fyrra námskeiðið haldið í Vindáshlíð 30. september. Seinna námskeiðið verður 20. janúar 2017 í Vatnaskógi.

Fyrir 15–17 ára

Á námskeiðinu er boðið upp á grunnfræðslu fyrir 15-17 ára ungleiðtoga (fædd 1999, 2000 og 2001). Leiðtogaþjálfun KFUM og KFUK er hugsuð fyrir alla sem hafa áhuga á að starfa sem leiðtogar í KFUM og KFUK, bæði í sumar- og vetrarstarfi félagsins.

Skráning

Skráning fer fram á skráningarsíðu KFUM og KFUK, sumarfjor.is. Skráningarfrestur rennur út þriðjudaginn 27. september.

Hvar?

Námskeiðið fer fram í Vindáshlíð í Kjós, 30. september – 1. október.

Hvað lærir maður?

Á 24 stundum er fræðslu skipt upp í fjóra efnis okka og þess gætt að á hverju námskeiði sé eitthvað kennt úr hverjum okki.

  • K = kristin fræðsla
  • F = félagsmál
  • U = ungmennalýðræði
  • M = mannrækt

Hvað kostar?

Námskeiðið kostar 7.500 kr. Innifalið eru ferðir, gising og matur í Vindáshlíð. KFUM og KFUK greiðir námskeiðsgjaldið fyrir þá sem leggja sitt af mörkum sem aðstoðarleiðtogar í vetrarstarf félagsins.

Dagskrá fyrir námskeiðið

Föstudagur 30. september
17:30 Brottför frá Holtavegi
19:00 Kvöldverður
20:00 Hópefli
20:30 Ted-talk
22:00 Kvöldhressing
22:30 Helgistund
01:00 Kyrrð og ró

Laugardagur 1. október
9:00 Morgunverður
9:30 Fræðsla 1
A) Hver erum við, hvað boðum við?
B) Kvenhetjur og karlhetjur í Biblíunni
C) Kvenhetjur og karlhetjur í Biblíunni
11:00 Fræðsla 2
A) Leikir og leikjafræði
B) Sketsar
C) Þjónandi forysta
12:00 Hádegismatur
13:00 Leikjastöðvar í umsjá Michelstadt hópsins
15:00 Síðdegishressing
15:30 Fræðsla 3
A) Siðareglur og heilræði
B) Sköpum tengsl
C) Sköpum tengsl
16:30 Frágangur og þrif
17:30 Kvöldverður
18:30 Heimferð
20:30 Þátttaka á KSS fundi á Holtavegi

Kynningarbæklingur um námskeiðið á PDF-formi.