Æskulýðsvettvangurinn auglýsir eftir verkefnastjóra í 50% starf.
Starfsvið:
Fræðsla og kynning verkefna á landsvísu
Virk þátttaka við stefnumótun, þróun og áætlanagerð út frá málefnaskrá ÆV.
Önnur verkefni í samráði við formann stjórnar ÆV.
Helstu verkefni Æskulýðsvettvangsins
Mannréttindafræðsla Kompáss
Innleiðing siðareglna ÆV
Öryggi barna og ungmenna
Verndum þau námskeið
Sakavottorð ÆV
Samskipti við fagráð ÆV um kynferðisofbeldi
Samskipti við ráðgjafarhóp um einelti
Eineltismál
Kynferðisofbeldi
Herferð gegn hatursáróðri á netinu
Umsjá heimasíðu og skráningakerfis
Útgáfa ÆV
Annað úr málaskrá ÆV
Önnur fræðsla
Önnur verkefni sem stjórn felur viðkomandi
Menntunar- og hæfniskröfur:
Menntun og reynsla sem nýtist í starfi
Lipurð í samskiptum, frumkvæði og sjálfstæði í starfi
Stjórnunar- og leiðtogahæfileikar með áherslu á frumkvæði, samskiptahæfni og skipuleg vinnubrögð. Góð íslensku- og enskukunnátta ásamt hæfileika til að tjá sig í ræðu og riti
Reynsla af æskulýðsstarfi eða öðru sjálfboðastarfi er æskileg
Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu okkar www.aeskulydsvettvangurinn.is Umsóknarfrestur er til 20. september og skulu umsóknir berast á netfangið hermann@skatar.is.
Æskulýðsvettvangurinn (ÆV) var stofnaður árið 2007 og samanstendur hann af fjórum félagasamtökum, Ungmennafélagi Íslands, KFUM og KFUK á Íslandi, Bandalagi íslenskra skáta og Slysavarnarfélaginu Landsbjörg. Markmið Æskulýðsvettvangsins er að stuðla að samræðu og samstarfi aðildarfélaganna á sviði leiðtogaþjálfunar, fræðslumála, útbreiðslu og kynninga og á öðrum sviðum eftir því sem þurfa þykir.