Æskulýðsvettvangurinn auglýsir eftir verkefnastjóra í 50% starf.

Starfsvið:
 Fræðsla og kynning verkefna á landsvísu
 Virk þátttaka við stefnumótun, þróun og áætlanagerð út frá málefnaskrá ÆV.
 Önnur verkefni í samráði við formann stjórnar ÆV.

Helstu verkefni Æskulýðsvettvangsins
 Mannréttindafræðsla Kompáss
 Innleiðing siðareglna ÆV
 Öryggi barna og ungmenna
 Verndum þau námskeið
 Sakavottorð ÆV
 Samskipti við fagráð ÆV um kynferðisofbeldi
 Samskipti við ráðgjafarhóp um einelti
 Eineltismál
 Kynferðisofbeldi
 Herferð gegn hatursáróðri á netinu
 Umsjá heimasíðu og skráningakerfis
 Útgáfa ÆV
 Annað úr málaskrá ÆV
 Önnur fræðsla
 Önnur verkefni sem stjórn felur viðkomandi

Menntunar- og hæfniskröfur:
 Menntun og reynsla sem nýtist í starfi
 Lipurð í samskiptum, frumkvæði og sjálfstæði í starfi
 Stjórnunar- og leiðtogahæfileikar með áherslu á frumkvæði, samskiptahæfni og skipuleg vinnubrögð. Góð íslensku- og enskukunnátta ásamt hæfileika til að tjá sig í ræðu og riti
 Reynsla af æskulýðsstarfi eða öðru sjálfboðastarfi er æskileg

Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu okkar www.aeskulydsvettvangurinn.is Umsóknarfrestur er til 20. september og skulu umsóknir berast á netfangið hermann@skatar.is.

 

Æskulýðsvettvangurinn2

Æskulýðsvettvangurinn (ÆV) var stofnaður árið 2007 og samanstendur hann af fjórum félagasamtökum, Ungmennafélagi Íslands, KFUM og KFUK á Íslandi, Bandalagi íslenskra skáta og Slysavarnarfélaginu Landsbjörg. Markmið Æskulýðsvettvangsins er að stuðla að samræðu og samstarfi aðildarfélaganna á sviði leiðtogaþjálfunar, fræðslumála, útbreiðslu og kynninga og á öðrum sviðum eftir því sem þurfa þykir.