Helgina 2. -4. september verða Heilsudagar karla haldnir í Vatnaskógi.
Heilsudagar eru ætlaðir körlum á aldrinum 17-99 ára. Tilgangur þeirra er að styrkja líkama, sál og anda. Líkaminn er styrktur með þátttöku í íþróttum, gönguferðum og vinnu í þágu Vatnaskógar. Andinn og sálin eru styrkt með erindum, bænastundum, kvöldvöku og messu.
Verð á Heilsudaga karla er kr. 11.200. Hægt er að ganga frá skráningu á http://skraning.kfum.is eða í síma 588-8899.
Föstudagur 2. september
15:45 Golfmót „VATNASKÓGUR OPEN“ (fyrir þá sem vilja). Leikið verður á Garðavelli við Akranes*-
19:00 Dagskrá hefst í Vatnaskógi Léttur kvöldverður
20:00 Erindi: „Skæruliðarnir hafa umkringt Vatnaskóg“– Einar Már Guðmundsson rithöfundur
21:30 Hreyfing: Innibolti, göngutúr, borðtennis, skák…
22:30 Kvöldhressing
23:00 Guðsorð fyrir svefninn: Guðmundur Ómar Guðmundsson
23:30 Bænastund í kapellu
24:00 Gengið til náða
Laugardagur 3. september
08:00 Vakið
08:20 Müllersæfingar og fánahylling
08:30 Morgunmatur
09:00 Biblíulestur/erindi: sr. Jón Ómar Gunnarsson
10:00 Vinnutími í þágu Vatnaskógar
11:00 „Ellefukaffi“
12:00 Matur
12:30 Höllun
13:00 Vinnutími í þágu Vatnaskógar
15:30 Kaffi
16:30 Fótboltaleikur, slökun í heitu pottunum, veiði á vatninu ofl.
18:30 Verklok 2. áfanga Birkiskála II
19:00 Hátíðarkvöldverður
20:30 Hátíðarkvöldvaka
22:30 Kvöldkaffi
23:15 Bænastund í kapellu
Sunnudagur 4. september
09:00 Vakið
09:20 Müllersæfingar og fánahylling
09:30 Morgunmatur
10:15 Brottför úr Skóginum
11:00 Messa í Reynivallaskirkju í Kjós – sr. Arna Grétarsdóttir
12:00 Fróðleikur um Reynivallarkirkju – sr. Arna Grétarsdóttir
12:30 Heimför
* Á föstudeginum er í boði golfmót fyrir áhugasama. Leiknar verða 9 holur á Garðavelli við Akranes sjá má www.leynir.is
Tilkynna þarf sérstaklega ef menn hyggjast taka þátt í mótinu hjá: arsaell@kfum.is eða í síma 899-7746. Vallargjald kr. 3.000.- þarf að greiða sérstaklega.
Vinna í þágu Vatnaskógar – dæmi um verkefni:
1. Einangra og klæða loft bátaskýlis
2. Taka til á neðri hæð bátaskýlis
3. Skrapa og mála glugga og veggi gamla skála
4. Setja upp merkingar á herbergjum í 2. áfanga Birkiskála 2
5. Setja upp lesljós við kojur í 2. áfanga Birkiskála 2
6. Setja upp rúllugardínur í 2. áfanga Birkiskála 2
7. Gardínur í Birki 2
8. Endurnýja hlið við neðri ós
9. Planta trjám við Vesturflöt
10. Byggja brú inn á Vesturflöt
11. Fjölga grenitrjám við íþróttasvæði og endurnýja dauð tré
12. Stækka rjóður við Vatnabúðir
13. Merkja skógarstíga
14. Klippa margtoppa grenitré
15. Fjarlægja grjót úr fjörunni við Oddakot
16. Höggva eldivið
17. Tína rusl
Verkefni verða við allra hæfi – fleiri verkefnum verður bætt við.