Skógarmenn KFUM ásamt KFUM og KFUK standa fyrir vímulausri fjölskylduhátíð um verslunarmannahelgina undir heitinu Sæludagar. Dagskrá hátíðarinnar er í anda sumarbúða KFUM og KFUK og höfðar til flestra aldurshópa.

Sjálfboðaliðar á öllum aldri (15 ára og eldri) gegna mikilvægu hlutverki á hátíðinni og án þeirra gæti hún ekki verið. Þess vegna þurfum við góðan hóp fólks til að starfa sem sjálfboðaliðar. Með því að gera sjálfboðaliði á Sæludögum færð þú:

  • Frítt á hátíðina (dagskrá)
  • Gisting, val um skála eða tjald (þarf að koma með tjald)
  • Máltíðir, á matmálstímum
  • Rútuferð til og frá staðnum
  • Bilað stuð með frábæru fólki 😀

Sjálfboðaliðar starfa í tveggja manna hópum. Hver hópur tekur nokkrar vaktir yfir helgina sem byrja á fimmtudagskvöldi og enda á sunnudagskvöldi/mánudagsmorgni. Hver vakt tekur um tvo tíma og hver hópur tekur u.þ.b. eina vakt á dag. Sjálfboðaliðar sjá um:

  • Móttöku gesta á svæðið
  • Afgreiðslu í sjoppu
  • Þrif á staðnum
  • Gæslu á leiktækjasvæðum
  • Önnur tilfallandi verkefni

Vaktir í gæslu á leiktækjasvæði eru hálfar vaktir í senn, einn og hálfur tími.

Ef þú hefur áhuga á að aðstoða, viljum við biðja þig að senda eftirfarandi upplýsingar á netfangið pallagustth@gmail.com.

  • Nafn
  • Sími
  • Hvort þú vilt gistingu inni eða úti
  • Hvort þú þurfir far með rútu