Góðan dag kæri félagsmaður

Fyrir hönd stjórnar Ölvers sendum við ykkur ábendingu um að síðasti dagurinn til að styðja Vatnsleiðsluverkefni Ölvers, 160 metra vatnslögn frá nýju vatnslindinni er á morgun 5. júlí.

Leiðslan og nýja borholan leysa vatnsvandamál Ölvers til langrar framtíðar en 10cm af fullbúinni leiðslu kosta 850krónur og klukkan 14:00 í dag var búið að fjármagna rúma 110 metra af þeim 160 sem til þarf. Í þessu verkefni sannast að margt smátt gerir eitt stórt en tæplega 100 manns hafa gefið í söfnunina.

Hér má finna tengil á söfnunina:

https://www.karolinafund.com/project/view/1382

Ef ekki næst að hópfjármagna þær 9500 evrur eða 1,3 milljónir sem markið er sett á, fellur söfnunin niður og ekkert safnast.

Við hvetjum félagsmenn til að sýna breiddina í baklandi félagsins og styðja við Ölver í þessu verkefni.

Þau sem frekar vilja millifæra beint á Ölver geta gert það á reikningi:

701-05-302000 og kt. 420369-6119.

Fyrir hönd Ölvers sumarbúða. Guðni Már Harðarson gjaldkeri.