KFUM og KFUK leitar að þjónustufulltrúa í 100% starf í þjónustumiðstöð félagsins á Holtavegi 28 í Reykjavík.
Í boði er fjölbreytt starf í lifandi starfsumhverfi og góðri liðsheild starfsfólks og sjálfboðaliða félagsins. Í starfinu fellst móttaka, afgreiðsla og fjölbreytt verkefni, m.a. tengdum viðburðum félagsins, félagsheimilinu, félagatali, kynningarstarfi og þjónustu við sumarbúðir KFUM og KFUK.
Við leitum að öflugum einstaklingi með góða framkomu sem er lipur í mannlegum samskiptum. Farið er fram á þekkingu og færni í notkun algengustu tölvuforita og samskiptamiðla. Starfsreynsla úr sumarbúðum KFUM og KFUK er æskileg fyrir þetta starf. Þá þarf starfsfólk KFUM og KFUK að eiga samleið með hugsjónum félagsins.
Umsóknarfrestur er til 7. júlí nk. og þarf væntanlegur starfsmaður að hefja störf í ágúst nk.
Umsóknir berist Tómasi Torfasyni, framkvæmdastjóra félagsins, á netangið tomas@kfum.is, en hann veitir jafnframt nánari upplýsingar.