Á hverju sumri koma upp einhver tilfelli af mýbitum hjá bæði starfsfólki og börnum í sumarbúðunum okkar, þá aðallega yfir hlýjasta tímann á Íslandi.

Þetta er hluti af náttúrunni og lítið hægt að gera. Þó reynum við að vera með fyrirbyggjandi ráðstafanir eins og kostur er. Ef börnin eru sérstaklega viðkvæm mælum við með að börnin klæðist langermabolum og síðum buxum, einnig geta flugnanet eða flugnavarnarsprey komið að góðum notum. Viðbrögð hvers og eins við mýbitum geta verið mjög mismunandi og því einstaklingsbundið hvernig er best að bergðast við.

Ef bit á sér stað má búast við óþægilegum kláða sem í flestum tilfellum er hægt að róa með aloe vera kremum, Afterbite stifti, ofnæmislyfinu Histasín/Lóritín, eða sterakremi eins og Mildison. Hægt er að láta börnin hafa þessi úrræði meðferðis þegar haldið er í sumarbúðirnar. Þó má geta þess að ofantalin úrræði eru flest í boði í sumarbúðunum. Kláðinn virðist líða hjá eftir nokkra daga og bitin gróa. Athugið að ef að aðili er illa haldinn af bitum mælum við með því að leitað sé ráða læknis.

Sumarbúðirnar