Sr. Friðrikshlaupið 2016 verður haldið miðvikudaginn 25. maí kl. 19:00, á fæðingardegi Sr. Friðriks Friðrikssonar, stofnanda KFUM og KFUK á Íslandi. Þetta er í þriðja sinn sem hlaupið er haldið. Boðið er upp á 5 km hlaup í Laugardalnum en hlaupið byrjar og endar við höfuðstöðvar KFUM og KFUK á Íslandi við Holtavegi 28, Reykjavík.
HLAUPALEIÐ
Hlaupið er í Laugardalnum. Líkt og í fyrra verður notast við flögur til að mæla tíma keppenda.
VERÐLAUN
Veitt verða verðlaun fyrir fyrstu þrjá karla og fyrstu þrjár konur í hlaupinu, óháð aldursflokki. Verðlaunaafhending fer fram eftir að allir keppendur hafa skilað sér í mark.
Glæsileg útdráttarverðlaun verða veitt að lokinni verðlaunaafhendingu.
SKRÁNING
Þátttökugjald er 1000 kr. fyrir fullorðna og 500 kr. fyrir börn (yngri en 18 ára). Tekið verður á móti frjálsum framlögum sem renna óskipt til KFUM og KFUK á Íslandi.
Skráning í hlaupið fer fram hér, á öruggri greiðslusíðu DalPay: http://www.netskraning.is/sr.fridrikshlaupid/
Einungis er hægt að greiða með kreditkorti í rafrænni skráningu. Að sjálfsögðu er svo líka hægt að skrá þátttakendur í hlaupið á hlaupadeginum sjálfum, en sala þátttökuseðla hefst á Holtavegi 28, klukkustund áður en hlaupið hefst.
Nánari upplýsingar má finna á Facebook síðu hlaupsins – https://www.facebook.com/events/478807938990627/