Tvö Verndum þau námskeið vera haldin núna í maí.

Námskeiðið er mikilvægt fyrir alla sem starfa með börnum og unglingum. Á námskeiðinu verður farið yfir tilkynningarskyldu starfsmanna, líkamlegt, andlegt og kynferðislegt ofbeldi eða vanrækslu og úrræði sem eru í boði í samfélaginu fyrir börn og unglinga sem eru þolendur ofbeldis. KFUM og KFUK gerir kröfu um að allir starfsmenn og sjálfboðaliðar sem starfa með börnum og unglingum innan félagsins fari á námskeiðið annað hvert ár. Eftirfarandi tvenn námskeið eru í boði núna í maí:
17. maí kl. 19-22 á Holtavegi 28
19. maí kl. 19-22 í Hraunbæ 123, Skátamiðstöðin

Skráning fer fram inni á vefsíðunni skraning.kfum.is og er skráningarfrestur til kl 16:00 daginn fyrir námskeið. Einnig er hægt að hringja á skrifstofuna í síma 5888899 eða senda tövupóst á skrifstofa@kfum.is.