Vorferð AD KFUM og KFUK

skrifaði|2016-04-20T14:19:49+00:0020. apríl 2016|

Starfi aðaldeilda KFUM og KFUK lýkur þennan vetur með kvöldferð í Viðey, þriðjudaginn 26. apríl. Mæting er við Viðeyjarferjuna við Skarfabakka kl. 18:00. Sr. Þórir Stepensen, fyrrverandi staðarhaldari í Viðey, mun segja okkur frá sögu eyjarinnar, staðháttum og örnefnum. Boðið verður upp á léttan kvöldverð og síðan endum við með stund í kirkjunni.

Verð fyrir matinn er 3.900 kr. auk þess sem ferjan kostar 1.200 kr. Heildarverð er því 5.100 kr.

Skráning í ferðina fer fram á skrifstofunni í síma 588 8899 eða í netfangið skrifstofa@kfum.is.

Þó svo að hér sé ekki um neina útivistarferð að ræða, er rétt að benda fólki á að vera klætt eftir veðri. Við hlökkum til að sjá sem flesta.