Þriðjudaginn 19. apríl verður fundur í AD KFUK kl. 20:00 á Holtavegi 28 og er yfirskrift fundarins Ofgnóttin og nægjusemin. Skyggnst er í tvær bækur. Annars vegar bók ungrar japanskrar konu sem hjálpar fólki að ná tökum á öllu því dóti sem hefur safnast upp hjá því og lifir á tímum ofgnóttar. Hins vegar bók skagfirskrar alþýðukonu í sveit sem segir frá kjörum sínum og varð að láta sér nægja það litla sem hún hafði.

Umsjón með efni fundarins og hugleiðingu hefur Margrét Árný Sigursteinsdóttir, aðstoðarskólastjóri Seljaskóla. Um tónlist á fundinum sér Svanhvít Hallgrímsdóttir.
Stjórnun fundarins er í höndum Gyðu Karlsdóttur.