Fimmtudagskvöldið 14. apríl verður AD KFUM fundur á sínum stað á Holtavegi 28.

Fundurinn hefst kl. 20:00 og mun Guðni Th. Jóhannesson fjalla um Forsetaembættið – saga og embætti. Upphafsorð og bæn er í höndum Magnúsar Pálssonar og hugleiðingu flytur Sr. Halldór Reynisson. Árni Sigurðsson stjórnar fundinum og umsjón með tónlist hefur Bjarni Gunnarsson.

Allir karlar eru hjartanlega velkomnir.