Þriðjudaginn 12. apríl verður AD KFUK fundur á Holtavegi 28 kl. 20:00. Að þessu sinni verða gestir fundarins Þóra Harðardóttir og Ólafur Jóhannsson. Þau ætla að segja frá nýlegri ferð sinni til Eþíópíu og sýna myndir auk þess sem að Ólafur flytur biblíulestur um Nærveru Guðs.

Umsjón með tónlist hefur Sigríður Magnúsdóttir og með veitingum Anna Magnúsdóttir.

Nú eru bara 3 fundir eftir af þessu vormisseri og konur hvattar til að koma og njóta samfélagsins í KFUK. Hlökkum til að sjá ykkur sem flestar.