Fimmtudaginn 7. apríl verður sameiginlegur AD KFUK og KFUM fundur og að þessu sinni verður farið í heimsókn í Héraðsdóm Reykjavíkur.

Fundurinn hefst kl. 20:00 í húsnæði Héraðsdóms Reykjavíkur við Lækjartorg og munu Arnfríður Einarsdóttir og Þórarinn Björnsson sýna okkur húsið og fræða okkur um tengingu þess við sögu KFUM og KFUK. Athugið að mikilvægt er að vera mætt tímanlega þar sem að húsinu verður læst fljótlega upp úr 20:00.

Allir eru hjartanlega velkomnir.