Alþjóðaráð KFUM og KFUK hvetur leiðtoga og áhugasamt félagsfólk að sækja um Let’s explore – Flóttamenn i Evrópu í dag í Berlín, Þýskalandi, 15.-20. júní 2016!

Nafn viðburðar:  Let’s explore- Refugees today in Europe.
Skipuleggjandi: Evrópa unga fólksins
Dagsetning: 15. – 20. júní
Staðsetning: Berlín, Þýskalandi
Kostnaður sem fellur á þátttakanda: 10% af ferðakostnaði og umsýslugjald, 10.000 kr
Aldurstakmörk: 18+

Nánari upplýsingar:
Það hefur varla farið framhjá mörgum að mikil aukning flóttamanna hefur verið í Evrópu síðastliðið ár. Það leiðir til nýrra áskoranna í samfélaginu, á þessu námskeiði mun viðkomandi læra að vekja athygli á málum flóttamanna og hvernig skal takast á við ýmis vandamál tengdum þeim í starfi með ungu fólki. T.d. Hvernig á að skapa umræður? Hvernig getum við komið á menningu sem fagnar fjölbreytileikanum og tekur vel á móti? Hvernig tökumst við á við ótta sem búið hefur um sig í samfélaginu?

Námskeiðið er ætlað leiðtogum sem hafa áhuga á málum flóttamanna og vilja fræðast um það.  Þátttakandi þarf að geta tekið þátt í námskeiðinu á ensku.

Skráningarfrestur til laugardagsins 9. apríl!

Alþjóðaráð KFUM og KFUK á Íslandi mun fara yfir umsóknirnar og velja úr. Allir umsækjendur verða látnir vita hvort þeir hafi komist að eða ekki. Að lokum mun KFUM og KFUK sækja um að fá að senda viðkomandi einstaklinga á námskeiðið.
Þegar farið er í gegnum umsóknir sem berast fyrir þátttöku á viðburðum erlendis á vegum Alþjóðaráðs KFUM og KFUK á Íslandi eru nokkur atriði sem spila inn í valið á þátttakanda.

-Sú þekking sem af viðburðunum hlýst þarf að nýtast þeim einstaklingi sem það sækir og félaginu í heild.
-Einstaklingurinn þarf að vera virkur sjálfboðaliði og/eða starfsmaður innan félagsins, þekkja stefnu þess og starf og bera hag þess fyrir brjósti.
-Valið byggir að mestu leyti á þeirri umsókn sem umsækjendur skila inn. Gæði umsóknar og vandvirkni við vinnslu hennar skipta miklu máli.
-Reynt er að kynna sér einstaklinginn með því að spyrjast fyrir um hann.
-Þekking, reynsla eða sérstakur áhugi á því sem námskeiðið fjallar um er ávallt plús.

 

Ef óskað er eftir nánari upplýsingum hafið samband við Dagrúnu Lindu með tölvupósti á dagrun1992@gmail.com

[form utlond]