Skráning í dvalarflokka í sumarbúðum KFUM og KFUK á Íslandi hefst í dag, miðvikudaginn 16. mars kl. 18:00.

Milli 18:00 og 20:00 verður hægt að koma í hús KFUM og KFUK við Holtaveg í Reykjavík og í hús félagsins í Sunnuhlíð á Akureyri og skrá þátttakendur. Einnig er hægt að skrá börn og unglinga í sumarstarf KFUM og KFUK á hérna vefnum. Hægt verður að koma og taka númer á Holtavegi 28 eftir kl. 17:00.

Með kærri sumarkveðju frá starfsfólki KFUM og KFUK á Íslandi.