Fimmtudagskvöldið 10. mars mun AD KFUM heimsækja herkastala Hjálpræðishersins, Kirkjustræti 2 í Reykjavík. Þar munu þeir Ingvi Skjaldarson og Sigurður Ingimarsson taka á móti okkur, sýna okkur húsið og segja frá starfi Hjálpræðishersins. Mæting er kl. 20:00.

Eins og komið hefur fram í fréttum hefur Hjálpræðisherinn selt herkastalann í Kirkjustræti og því ekki seinna vænna að heimsækja þetta sögufræga hús.

Allir karlar eru hjartanlega velkomnir.