Alþjóðlegur bænadagur kvenna verður haldinn hátíðlegur víða um heim föstudaginn 4. mars. Hérlendis er löng hefð fyrir bænasamverum á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri, Vestmannaeyjum, Stykkishólmi, í Miðfirði og á fleiri stöðum.

Bænadagssamkoma höfuðborgarsvæðisins verður haldin í Fríkirkjunni í Reykjavík kl. 20:00 á föstudagskvöldið. Unglingakór Bústaðakirkju mun syngja undir stjórn Helgu Vilborgar Sigurjónsdóttur sem einnig leikur undir almennan söng. Bænarefni og önnur dagskrá koma frá konum á Kúbu sem leggja áherslu á að hlúð sé að börnum á allan máta. Svana Lísa Davíðsdóttir mun segja frá dvöl sinni á Kúbu og sýndar verða myndir frá landinu. Bæði konur og karlar eru velkomin til þessarar samveru.

Hægt er að skoða facebook-síðu Alþjóðlegs bænadags kvenna hérna.