Um síðustu helgi, 19.-21. febrúar var Æskulýðsmótið Friðrik haldið í sumarbúðum KFUM og KFUK í Vatnaskógi. Mótið er hápunktur unglingastarfs KFUM og KFUK á hverjum vetri og 120 unglingar og leiðtogar skemmtu sér saman í Vatnaskógi samhliða mótinu var haldinn landsfundur unga fólksins sem er vettvangur fyrir unglinga í starfi KFUM og KFUK að koma að ákvörðunum um starf félagsins í landsvísu.