Fimmtudagskvöldið 25. febrúar verður AD KFUM fundur aftur á sínum stað á Holtavegi 28.

Fundurinn hefst kl. 20:00 og sér Einar Hilmarsson um upphafsorð og bæn. Efni fundarins er Fallnir stofnar: Árni Sigurjónsson og mun hugleiðing kvöldsins vera úr fórum Árna. Erindi hafa þeir Haraldur Jóhannsson, Gunnar J. Gunnarsson og Þórir S. Guðbergsson. Stjórnun fundarins er í höndum Ársæls Aðalbergssonar og um tónlistina sér Bjarni Gunnarsson.

Allir karlar eru hjartanlega velkomnir.