Hópur leiðtoga á aldrinum 20–30 ára í starfi KFUM og KFUK á Norðurlöndunum kom saman í Vatnaskógi dagana 21.–24. janúar sl. til að taka fyrstu skref í mótun leiðtogaþjálfunar unglinga sem fram fer á norrænu móti KFUK og KFUK í Vestmannaeyjum sumarið 2017. Samstarfið gerir leiðtogunum kleift að skiptast á skoðunum og reynslu um leiðtogaþjálfun innan félaganna ásamt því að greina áskoranir og koma auga á þætti sem vantar í þjálfunina á hverjum stað fyrir sig. Verkefnið er styrkt af NORDBUK styrkjaáætlun Norrænu ráðherranefndarinnar.