Árlegur hátíðar- og inntökufundur KFUM og KFUK verður haldinn fimmtudaginn 18. febrúar nk. í húsnæði félagsins við Holtaveg 28. Húsið opnar kl. 18:30. Þá er verður í boði fordrykkur og borðhald hefst síðan kl. 19:00.
Matseðillinn er glæsilegur. Í aðalrétt verður hunangs- og sesamristaðar kalkúnabringur með rjómalagaðri villisveppa sósu, sykurbrúnuðum kartöflum, heimalöguðu rauðkáli, eplasalati og fersku salati, ásamt títtuberja-vinegrette-dressingu. Í eftirrétt verður cremé brulée borið fram með þeyttum rjóma, berjum og ávöxtum.
Að loknum hátíðarkvöldverði verða nýir félagar verða boðnir velkomnir í félagið við hátíðlega athöfn. Nánari dagskrá verður kynnt síðar.
Skráning fer fram á vefsíðu félagsins hérna eða á skrifstofu félagsins í síma 588 8899. Skráningarfrestur er til mánudagskvölds 15. febrúar. Verð er 4.600 kr. á mann.