Þriðjudaginn 9. febrúar verður AD KFUK fundur með yfirskriftinni KFUK stelpan sem varð hermaður. Fundurinn hefst kl. 20:00 á Holtavegi 28 og mun Hjördís Kristinsdóttir koma og segja frá því hvernig Guð kallaði hana til starfa fyrir Hjálpræðisherinn auk þess sem að hún verður með hugleiðingu kvöldsins.

Hildur Þóra Hallbjörnsdóttir sér um að stjórna fundinum og er tónlistin í höndum Sigríðar Magnúsdóttur. Nanna Hansdóttir og Oddrún Jónasdóttir Uri verðar með veitinga- og kaffiumsjón.

Við hvetjum allar konur til að koma og eiga gott samfélag saman í notalegu andrúmslofti.