Litli kompasÆskulýðsvettvangurinn stendur fyrir námskeiði í notkun á bókinni Litla Kompás fimmtudaginn 11. feb. kl. 18-22. Námskeiðið fer fram í Skátamiðstöðinni Hraunbæ 123 og kennari á námskeiðinu er Jóhann Þorsteinsson Svæðisfulltrúi KFUM og KFUK á Norðurlandi. Litli kompás er handbók um mannréttindamenntun fyrir börn sem nýtist fagfólki í æskulýðsmálum og öllum þeim sem vinna með börnum. Í handbókinni er fjallað um lykilhugtök á sviði mannréttinda og réttinda barna. Kjarni bókarinnar er 40 fjölbreytt verkefni sem byggjast á virkum kennsluaðferðum og er ætlað að hvetja og örva áhuga og vitund barna um mannréttindi í eigin umhverfi.

Skráning og upplýsingar eru í síma 550 – 9803 eða hjá asta@aev.is. Við skráningu þarf að koma fram nafn, netfang og starfsvettvangur (aðildarfélag ÆV). Skráningafrestur rennur út 10. febrúar kl. 16.00. Náist ekki 12 manna skráning fellur námskeiðið niður. Námskeiðið er þátttakendum að kostnaðarlausu. Léttar veitingar eru í boði.