Dagana 21.–24. janúar sl. var haldinn samstarfsfundur formanna og framkvæmdastjóra KFUM og KFUK á Norðurlöndunum. Fundurinn var haldinn í Vatnaskógi.

Fundurinn gaf formönnunum og framkvæmdarstjórunum tækifæri til að kynnast og læra hver af öðrum. Ræddar voru áskoranir og tækifæri í daglegu starfi félaganna en svo var sjónum sérstaklega beint að leiðtogaþjálfun innan hvers félags, samstarfi félaganna og sameiginlegum viðburð. Fundurinn var vel heppnaður og nutu þátttakendur bæði samfélagsins og aðbúnaðarins í Vatnaskógi.