Fimmtudagskvöldið 4 febrúar verður AD KFUM fundur í húsi KFUM og KFUK við Holtaveg 28.

Fundurinn hefst kl. 20:00 og fer Sveinn Valdimarsson með upphafsorð og bæn. Trausti Valsson verður gestur fundarins og mun fjalla um áhrif stjórnmála á gildismat og skipulag. Hugleiðingu flytur hr. Karl Sigurbjörnsson, fyrrum biskup Íslands, og um tónlistina sér Guðmundur Karl Einarsson. Stjórnun fundarins er í höndum Ólafs Sverrissonar.

Allir karlar eru hjartanlega velkomnir.