Næstkomandi þriðjudagskvöld kl. 20:00 verður AD KFUK fundur á Holtavegi 28, í húsi KFUM og KFUK.

Jóhann H Þorsteinsson fjallar um seiglu í tengslum við félagsfræðilegar rannsóknir og greinir frá niðurstöðum eigin meistararannsóknar. Hann flytur einnig hugleiðingu. Um tónlistina á fundinum sér Svanhvít Hallgrímsdóttir. Stjórnun fundarins er í höndum Gyðu Karlsdóttur. Kaffi og meðlæti að fundi loknum er í umsjá Kristínar Sverrisdóttur og Sigríðar Sólveigar Friðgeirsdóttur.

Allar konur eru hjartanlega velkomnar.