Þriðjudagskvöldið 26. janúar verður sameiginlegur AD KFUK og AD KFUM fundur. Fundurinn verður að venju haldinn í húsi KFUM og KFUK við Holtaveg 28 og hefst kl. 20:00.
Að þessu sinni sér gönguhópurinn Fúsir flakkarar um fundinn en það er gönguhópur fólks sem flest er félagsfólk í KFUM og KFUK. Þórarinn Björnsson sýnir myndir úr ferðum um landið, myndir sem eru algjört augnayndi frá náttúrulandsins. Guðlaugur Gunnarsson flytur hugleiðingu, Ragnheiður Sverrisdóttir stjórnar og Svanhvít Hallgrímsdóttir sér um tónlistina. Félagar hópsins sjá um kaffi og meðlæti að fundi loknum.
Þetta er sameiginlegur fundur fyrir konur og karla og um að gera að koma og njóta samfélags og góðs félagsskapar.