Dagana 22. – 23. janúar verður námskeið fyrir leiðtoga í æskulýðsstarfi haldið í Vatnaskógi. Á námskeiðinu er boðið upp á grunnfræðslu fyrir ungleiðtoga í 10. bekk grunnskóla og 1. og 2. bekk framhaldsskóla (fædd 1998, 1999 og 2000). Að þessu sinni verður jafnframt boðið upp á fræðslu fyrir 18-27 ára leiðtoga. Námskeiðið er hugsað fyrir alla sem hafa áhuga á að starfa sem leiðtogar á sumrin og í vetrarstarfi félagsins.

Námskeiðið er frítt fyrir sjálfboðaliða úr vetrarstarfi félagsins og sumarbúðirnar bjóða jafnframt nokkrum að taka þátt. Verð fyrir aðra er 8.900 kr.

Fyrir þá sem fara með rútu frá Reykjavík er mæting á Holtaveg 28 kl 17:00 föstudaginn 22. janúar.

Mikilvægt er að þátttakendur undir 18 ára aldri komi með leyfisbréf útfyllt (Leyfisbréf).

Skráning fer fram til og með þriðjudagsins 19. janúar hér. Fyrir nánari upplýsingar er hægt að hafa samband við skrifstofu félagsins í síma 588 8899.