Næstkomandi fimmtudagskvöld, 14. janúar, verður fyrsti AD KFUM fundur 2016 haldinn. Fundurinn verður í húsi KFUM og KFUK við Holtaveg 28 og hefst kl. 20:00.

Gunnar Finnbogason mun fjalla um efni fundarins Saga og efni Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Henning Emil Magnússon fer með upphafsorð og bæn og hugleiðingu flytur Sr. Guðni Már Harðarson. Með stjórnun fundarins fer Helgi Gíslason og Albert E. Bergsteinsson sér um tónlist.

Allir karlar eru hjartanlega velkomnir.