Þriðjudagskvöldið 12. janúar verður fyrsti AD KFUK fundur nýs árs. Fundurinn hefst kl. 20:00 á Holtavegi 28 og er yfirskriftin Með Jesú byrja ég.

Sr. Frank M. Halldórsson flytur biblíulestur og Ásta Jónsdóttir fer með upphafsorð og bæn. Sigríður Magnúsdóttir sér um tónlistina og Kristín Sverrisdóttir stjórnar fundinum. Systurnar Guðfinna og Unnur Guðmundsdætur koma með heimabakað kaffibrauð.

Við hvetjum konur til að vera duglegar að mæta og eiga gott og nærandi samfélag saman.