Þann 29. desember fékkst staðfesting á að búið væri að tollafgreiða, í Úkraínu, gám með jólapökkunum frá Jólum í skókassa. Að morgni gamlársdags fóru nokkrir fulltrúar verkefnisins á Íslandi til Úkraínu til að taka þátt í útdeilingu pakkanna. Nú er pakkaútdeilingin í fullum gangi í Úkraínu á munaðarleysingjahælum og sjúkrahúsum. KFUM og KFUK er þakklátt fyrir þann frábæra meðbyr sem Jól í skókassa hefur og bendir á að hægt er að fylgjast með á Facebooksíðu verkefnisins.

https://www.facebook.com/skokassar/