KFUM og KFUK stendur fyrir flugeldasölu á Holtavegi 28, dagana 28. – 31. desember, í kjallara í suðurenda hússins.

Opnunartímar eru eftirfarandi:Flugeldasala
• 28. desember kl. 16-22
• 29. desember kl. 14-22
• 30. desember kl. 10-22
• 31. desember 10-16

Þar verður hægt að festa kaup á flugeldum, bombum, blysum, tertum, stjörnuljósum og fleiru. Mikilvægt er að gæta varúðar við meðferð flugelda og stjörnuljósa og kynna sér nauðsynlegar öryggisreglur tengdar þeim.

Allur ágóði flugeldasölunnar rennur í Skálasjóð Skógarmanna KFUM til stuðnings Birkiskála II í Vatnaskógi. Flugeldasalan er mikilvægur liður í fjáröflun félagsins.
Leggjum okkar að mörkum og kaupum flugeldana hjá KFUM og KFUK.