Þriðjudagskvöldið 8. desember verður haldin árlegur aðventufundur AD KFUK og KFUM. Fundurinn er sameiginlegur og hefst kl. 20:00.

Hugvekju flytur sr. Helga Soffía Konráðsdóttir og Þórdís Klara Ágústsdóttir verður með ljóðalestur. Elsa Waage flytur einsöng og Karlakór KFUM syngur við undirleik Ástu Haraldsdóttur. Bára Sigurjónsdóttir stjórnar fundinum og Jessica Leigh Andrésdóttir fer með upphafsorð og bæn.

Boðið verður upp á happdrætti til styrktar starfinu og verða glæsilegir vinningar í boði. Við hvetjum alla til að mæta og næra sál og anda í jólaundirbúningnum.