Þriðjudaginn 24. nóvember verður AD KFUK fundur að venju á Holtavegi 28 kl. 20:00.

Helga Rut Guðmundsdóttir mun koma og segja frá rannsóknum sínum og verkefnum í sambandi við ung börn og tónlist. Tvær söngkonur munu syngja við undirleik á gítar og Elín Einarsdóttir flytur hugleiðingu. Undirspil á píanó er í höndum Svanhvítar Hallgrímsdóttur. María Aðalsteinsdóttir sér um upphafsorð og bæn og Margrét Kristín Möller stjórnar fundinum.

Að fundi loknum mun saumaklúbburinn bjóða upp á kaffi og meðlæti, en þar sem líður að jólaaðventunni mun fundurinn vera í þeim anda.

Konur eru hvattar til að mæta og bjóða vinkonum sínum með.